tisa: Dreifbýlisblogg
sunnudagur, maí 21, 2006
Dreifbýlisblogg
Ég ákvað að leggja land undir fót og skella mér norður í blíðuna. Ég ásamt systur Erlu fórum á Blönduós, það er fyrir norðan. Þessi blíða þarna reyndist svo vera hríð.En við létum ekkert stöðva okkur og héldum þetta dúndur Eurovisionpartý með ömmu okkar.Ég komst reyndar að því að það getur reynst varhugavert að vera of lengi úti á landi. Einkenni sem ég hef tekið eftir er til dæmis að tímaskyn hverfur, þú veist ekki lengur hvaða mánuður er, einnig gleymir maður hvernig það er að halda á dagblaði og öll stafsetningarkunnátta er á bak og burt.Ég er samt ekki komín í siðmenninguna enn. Ég er að skrifa þetta frá Hvanneyri, þar sem systir Erla stundar nám sitt í fjósi.Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem ég er sátt við úrslitin í Eurovision. En ég hef hins vegar misst allt mitt álit á Hollendingum. Þeir gáfu Tyrkjum 12 stig. Þessu ógeðslega Superstar lagi sem ég vildi gjarnan æla yfir. Greyið Holland...Og greyið Litháen...En ég ætla að fara að gæða mér á Hvanneyrskum grænmetisrétt. Tinna - Leti er lífstílltisa at 19:08
6 comments